Betri Hundar er í eigu Söru Kristínar Olrich-White.
Sara hefur átt hund/a alla sína ævi. Hún ólst upp með Rottweiler í Bretlandi. Fyrsti hundurinn sem var hennar var Lauf, Border Collie/ íslenskur fjárhunds blendingur. Síðan þá hefur hún alltaf átt Border Collie hunda og samhliða því Bullmastiff/ Franskur mastiff blendinginn Loka.
Sara útskrifaðist úr Stonebridge College árið 2016 sem Veterinary Support Assistant.
Árið 2017 útskrifaðist hún sem NoseWork þjálfari og dómari.
Árið 2016 hóf hún nám í Bretlandi í Sheila Harper ltd - Canine Education skólanum og útskrifaðist árið 2018 sem hundaþjálfari og atferlisráðgjafi.
Árið 2019 fór hún í framhaldsnám í atferli hunda í Sheila Harper ltd - Canine Education skólanum og útskrifaðist þar árið 2022.
Einnig hefur hún séð um að ráða og þjálfa hunda fyrir kvikmyndir og auglýsingar.
Hennar áhugi snýr mest að samskiptum hunda, hundum með hegðunarvandamál og að sjálfsögðu NoseWork.
Katrín Edda Þórðardóttir er nemi/starfsmaður hjá Betri Hundar.
Frá unga aldri hefur hún verið gríðarlega áhugasöm um hunda og önnur dýr. Þegar hún var 12 ára gömul eignaðist hún sinn fyrsta hund hann Húna, fullkominn Írskur setter sem fylgdi henni næstu 12 árin. Árið 2020 þjálfaði hún sinn fyrsta hund sjálf, hann Myrkva Border Collie. En saman fóru þau á hvolpanámskeið þar sem hún kynntist í fyrsta sinn klikker þjálfun. Í dag á hún þrjá ketti og tvo Border Collie hunda sem öll hafa verið þjálfuð með klikker.
Með árunum hefur áhugi hennar aukist og er hún nú í grunnnámi í hundaþjálfun í Karen Pryor Academy ásamt dómara og þjálfaranámi hjá NoseWork klúbb Íslands.
Hún hefur metnaðarfull markmið og stefnir á frekara nám hjá Karen Pryor Academy og í B.A.T. hjá Grishu Stewart. En eftir að hafa lesið BAT 2.0 eftir Grishu Stewart heillaðist hún að hugmyndafræðinni og þjálfunaraðferðum sem Grisha notast við.
Í dag er hennar helsta áhugasvið hvolpauppeldi þar sem hún fær að fylgjast með ævilöngu sambandi skapast milli eiganda og hvolps. Hún er einnig mjög áhugasöm um Cooperative Care og hvernig sé hægt að aðstoða hunda sem glíma við erfiðleika.