Einkatímar / private consultations - Elín

 

Hæ hæ, ég heiti Elín Elísabet og hef alla mína tíð búið í sama krúttlegu húsinu í Mosfellsbæ. Þar höfum við alltaf átt húsdýr því flestir í fjölskyldunni eru voða miklir dýravinir. 

Ég hef alltaf verið umkringd dýrum. Við fjölskyldan áttum 3 hunda í gegnum árin, Doberman tík sem hét Zeta, Cavalier tík sem hét Táta og Cavalier rakka sem hét Máni. Svo voru 2 kettir og pabbi er mikill hestamaður einnig með nóg af fiskabúrum á heimilinu. 

 

Um leið og ég varð 18 ára gat ég platað mömmu að leyfa mér að fá mér minn fyrsta hund. Það er hann Túrbó Diesel sem er 4 ára blanda af Bordercollie og Labrador, hann er eins og skuggi manns og er alveg einstakur karakter. Hann er algjör kvíðabolti og við vinnum með það í flestum aðstæðum, einnig hefur hann glímt við líkamlega erfiðleika sem ekki hafa hjálpað. 

Hann er þó algjör hetja og lætur ekkert stoppa sig. 

 

Svo er það hann Nitró Diesel 2 ára síðhærður German Shepherd. Hann er nú meiri prakkarinn en besti kúrufélaginn. Hann byrjaði að vera reactívur á unglingsárunum gagnvart hundum og stundum fólki sem labba á móti okkur með hettu í myrkri. Við erum ennþá í mikilli þjálfun þó að við séum langt kominn þá tökum við en eitt skref i einu því lífið er aldrei bein braut áfram.

 

Einnig er einn snar ruglaður köttur sem er rúmlega eins árs sem heitir Skari og lætur hann hafa mest fyrir sér á heimilinu.

 

Ég útskrifaðist úr Victoria Stillwell Academy í desember 2023, ég hef mikin áhuga a veiðihundum og stefni á að fara í nám því tengdu, einnig langar mig að sérhæfa mig með reactíva hegðun hjá hundum sem fyrst. 

Ég fer eftir jákvæðum, nútíma aðferðum og finnst mikilvægt að hundum líði vel í þjálfun og í hversdags lífi. Mér finnst mikilvægt að hver einasti hundur fær að uppfylla þarfir sem kemur frá uppruna tegundarinnar og eðli hvers og eins til að fá viðeigandi útrás og losa orku sem getur oft safnast upp. Það eru aldrei tveir eins svo þarfir eru alltaf mismunandi. Ég vil hjálpa fólki að lesa merkjamál, kynnast hundinum sínum betur og auðvitað styrkja samband milli eiganda og besta vin hans. 

 

VERÐLISTI fyrir þjónustuna mína

Einkatíma – pakki 1

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (ég kem heim til þín)

• einstaklingsaðstoð/grunnráð til að hjálpa þér og hundinum þínum

• verð: 18.000 kr

 

Einkatíma – pakki 2

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (ég kem heim til þín)

• einstaklingsaðstoð/grunnráð til að hjálpa þér og hundinum þínum

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• verð: 22.000 kr

 

Einkatíma – pakki 3

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (ég kem heim til þín)

• einstaklingsmiðaða hegðunaráætlun

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• stuðningur í síma eða tölvupósti (2 x 15 mín) eftir fyrstu lotuna

• 2 klst eftirfylgni, ein klukkustund hver á umsömdum tímum.

(Bæði skiptin þarf að nota innan sex mánaða frá fyrstu lotunni)

• verð: 39.000 kr

 

Einkatími – pakki 4

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (ég kem heim til þín)

• einstaklingsmiðaða hegðunaráætlun

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• stuðningur í síma eða tölvupósti (2 x 15 mín) eftir fyrstu lotuna

• 4 klst eftirfylgni, ein klukkustund hver á umsömdum tímum.

(þarf að nota öll fjögur skiptin innan níu mánaða frá fyrstu lotunni)

• verð: 53.000 kr

 

Aukahlutir

• hver auka klukkustund (við komum heim til þín): 10.000 kr

 

• hver auka 15 mín ráðgjöf í síma/í tölvupósti: 2.000 kr

 

• skriflegt yfirlit bætt við: 6.000 kr

 

• ferðir heim til þín innan klukkustundar frá höfuðborgarsvæðinu (Selfossi, Akranesi, Borgarnesi): 5.000 kr.

 

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlega sendið tölvupóst á elin@betrihundar.is eða hafið samband í síma 615-6123.

Ég hlakka til að heyra frá þér!

 

Kennari

Elín Elísabet Bjarnardóttir

Testimonial 1
Testimonial 2
Testimonial 3
Testimonial 4
Testimonial 5
Testimonial 6
Testimonial 7