Einkatímar / Private Consultation - Sara Kristín

20.000 kr.

Hæ, Sara Kristín heiti ég og á ég uppruna minn að reka til bretlands, þar er ég fædd og alin upp til sjö ára aldurs með Rottweiler hundinum Squaddie. Ég hef alla tíð átt hunda en eignaðist MINN fyrsta hund, Border Collie/ Íslenska fjárhunds blendingin Lauf þegar ég var 19 ára. Ég hef alltaf haft mikin áhuga á þjálfun hunda en það var ekki fyrr en ég fékk fyrsta Bullmastiff hundinn minn hann Loka þar sem áhuginn á atferli byrjaði. Eftir að hafa eignast svo Border Collie hundinn Roxy sem glímdi við mikin kvíða ákvað ég að fara út í hundaþjálfaranám í Bretlandi, Sheila Harper LTD - Canine Education - IPACS 1. Áhuginn endaði ekki þar og langaði mig að sérhæfa mig í hegðunarvandamál, samskipti hunda og vinna með viðbragðs mikla hunda (reactivity).

Einnig hef ég í gegnum árin sótt fjölmörg námskeið og áframhaldandi nám hjá sérfræðingum´ á því sviði út um allan heim. Ég hef starfað sem hundaþjálfari hérna á íslandi síðan 2016.

Til að lesa meira um mig og mína sögu með hunda endilega kíktu inn á “um okkur” síðuna hér að ofan.

Sem hundaþjálfarinn þinn mun ég ganga veginn með þér í að bæta líðan hundsins á þeim sviðum sem þarf, byggja upp samband milli hunds og fjölskyldu hans auk þess að kenna hundinum að taka góðar og skynsamar ákvarðanir í aðstæðum sem honum þykir erfiðar eins mikið og óskað er eftir út frá því hvaða pakki er valinn.

 

Ég legg mikla áherslu á vellíðan hundsins í aðstæðum sem unnið er í og sjálfsöryggi fólks í þeirri vinnu.

Tímar hjá mér eru kenndir á íslensku eða ensku eftir því sem óskað er eftir.

 

VERÐLISTI fyrir þjónustu mína

 

Einkatíma – pakki 1

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsaðstoð/grunnráð til að hjálpa þér og hundinum þínum

• verð: 20.000 kr

 

Einkatíma – pakki 2

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsaðstoð/grunnráð til að hjálpa þér og hundinum þínum

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• verð: 24.000 kr

 

Einkatíma – pakki 3

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsmiðaða hegðunaráætlun

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• stuðningur í síma eða tölvupósti (2 x 15 mín) eftir fyrstu lotuna

• 2 klst eftirfylgni, ein klukkustund hver á umsömdum tímum.

(Bæði skiptin þarf að nota innan sex mánaða frá fyrstu lotunni)

• verð: 41.000 kr

 

Einkatími – pakki 4

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsmiðaða hegðunaráætlun

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• stuðningur í síma eða tölvupósti (2 x 15 mín) eftir fyrstu lotuna

• 4 klst eftirfylgni, ein klukkustund hver á umsömdum tímum.

(þarf að nota öll fjögur skiptin innan níu mánaða frá fyrstu lotunni)

• verð: 55.000 kr

 

Aukahlutir

• hver auka klukkustund (við komum heim til þín): 10.000 kr

• hver auka 15 mín ráðgjöf í síma/í tölvupósti: 2.000 kr

• skriflegt yfirlit bætt við: 6.000 kr

• ferðir heim til þín innan klukkustundar frá höfuðborgarsvæðinu (Selfossi, Akranesi, Borgarnesi): 5.000 kr.

 

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlega sendið tölvupóst á sara@betrihundar.is eða hafið samband í síma 694-7883.

 

Ég hlakka til að heyra frá þér!

Kennari

Sara Kristín Olrich-White