Taumgöngunámskeið

35.000 kr.

 

Betri hundar nota sérstakar taumgönguaðferðir sem eru sambland af Sheila Harper taumsgönguaðferðum og Behaviour Adjustment Training (BAT).

Báðar aðferðirnar eru hannaðar til að hjálpa hundum að ná betra jafnvægi í lífinu og í að takast á við stóra heiminn sem við búum í, aðferðirnar hjálpa þeim að sjá og takast á við áreiti á skynsamlegan og viðeigandi hátt.

Aðferðirnar eru hannaðar til að hjálpa hundum að taka góðar, skynsamlegar ákvarðanir í aðstæðum sem þeim finnst erfiðar.

 

Markmiðið er að hægja á samskiptum þeirra við áreiti eins og aðra hunda, gefa þeim tíma og tækni til að taka réttar ákvarðanir og tíma til að melta ástandið til að koma í veg fyrir að þurfa til dæmis að bregðast við á neikvæðan hátt.

 

Á þessu námskeiði erum við með svokallaða skothelda hunda sem hafa sinnt þessu starfi lengi og þekkja vel aðstæður til að hjálpa nýju hundunum og eigendum þeirra af stað.

 

Námskeiðið er hannað í kringum hunda sem glíma við kvíðaköst, óöryggi eða almenna streitu og einnig hafa þeir reynst mjög vel fyrir hunda sem skortir jafnvægi í útiumhverfinu vegna ofspennu.

Þessi námskeið hafa einnig reynst vel fyrir hvolpa sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í framhaldi til að bæta samskiptahæfileika sína við aðra hunda almennt.

Ef ungir hundar eru feimnir eða óöruggir í kringum aðra hunda hafa þessi námskeið reynst mjög vel til að byggja upp sjálfstraust þeirra á þeim hraða sem þeir ráða við.

 

Námskeiðin samanstanda af 6 verklegum tímum og 3 netfyrirlestrum.

 

Eftir námskeiðið fær fólk aðgang að facebook stuðningshópi til að geta haldið áfram að æfa sig með öðrum sem vita hvað þarf að gera.

Fólk getur alltaf haldið áfram að sækja námskeið með hundunum sínum eða notað hópinn til að finna góða og trausta hundavini fyrir hundinn sinn.

 

Með námskeiðinu fylgir 5m taumur.

 

Leiðbeinandi: Sara Kristin Olrich-White

Dagskrá

Nánari Upplýsingar

Taumganga maí 2024

Tímasetning

06.05.24 - 20:00-21:30 - Mánudagur 08.05.24 - 20:00-21:30 - Miðvikudagur 13.05.24 - 20:00-21:30 - Mánudagur 15.05.24 - 20:00-21:30 - Miðvikudagur 20.05.24 - 20:00-21:30 - Mánudagur 22.05.24 - 20:00-21:30 - Miðvikudagur