Sýninganámskeið

20.000 kr.

Námskeiðið verður einstaklingsmiðað þar sem horft er á hvernig sýnandinn getur bætt sig til þess að ná því besta úr hundinum.Það er farið yfir ýmsa hluti á námskeiðinu eins og:

  • Grunnsiði og reglur á hundasýningum.
  • - Farið yfir dómaferlið og stig.- Hvað dómarinn getur spurt og vill sjá frá sýnandanum.- Förum mjög vel í að sýna tennur.- Að þreyfa hundinn án þess að honum þykir það óþægilegt.- Fyrir borð-hundana verður auðvitað hjálpað þeim að venjast og líða vel uppá borðinu.Þetta námskeið hentar vel fyrir þá sem eru að byrja í sýningarheiminum og auðvitað líka fyrir þá sem vilja bæta sig. Við leggjum áherslu á jákvæða þjálfun til að gera námskeið og sýningar að jákvæðri reynslu bæði fyrir sýnandann og hundinn.

Elín Elísabet sem sér um kennsluna er með góða reynslu sem sýnandi, hefur verið að sýna allar stærðir af hundum frá 2019 og hefur farið á þó nokkur sýningarnámskeið sjálf, t.d hjá frábæra Hugo Quevedo sem er mjög fróður og reynslu mikill sýnandi, hann hefur komið til íslands nokkrum sinnum með námskeið með mjög góðum árangri.

Námskeiðið verður skipt upp í stærri og minni hunda og verða í heild 4 tímar, 2 í viku.

Leiðbeinandi:

Elín Elísabet Bjarnadóttir

Dagskrá

Nánari Upplýsingar

Sýninganámskeið - Stórir Hundar - Maí

Tímasetning

06.05.24 - 20:15 - 21:15 - Mánudagur 08.05.24 - 20:15 - 21:15 - Miðvikudagur 13.05.24 - 20:15 - 21:15 - Mánudagur 15.05.24 - 20:15 - 21:15 - Miðvikudagur

Nánari Upplýsingar

Sýninganámskeið - Smáhundar - Maí

Tímasetning

06.05.24 - 17:15 - 18:15 - Mánudagur 08.05.24 - 17:15 - 18:15 - Miðvikudagur 13.05.24 - 17:15 - 18:15 - Mánudagur 15.05.24 - 17:15 - 18:15 - Miðvikudagur