Spor til skemmtunar

35.000 kr.

Nýtt hjá Betri Hundar!!!
 
Hægt er að nota nef hundsins á svo margvíslegan hátt til að örva hunda bæði líkamlega og andlega.
 
Þar sem við höfum svo ótrúlega gaman af þessu skemmtilega skynfæri þá ætlum við að bjóða uppá spor til skemmtunar.
 
Markmið námskeiðsins er að efla tengingu milli hunds og eiganda, losa um orku hjá þeim sem hafa mikið af því, kenna hundunum að hafa skarpari einbeitingu í allskonar umhverfi og fyrst og fremst að það sé gaman hjá hundunum.
 
Ekki verður einblínt á keppnis spor heldur höfum við sett þetta námskeið upp svo allir geti haft gaman af sama hverjar framtíðar kröfur hvers og eins eru. 
 
A þessu námskeiði verður hundum kennt að rekja spor eigandans og annara manna til að hafa gaman af, þreyta hundana andlega með notkun nefsins og njóta útiverunnar saman.
 
Farið verður yfir áhrif veðurs og umhverfis á leitarhæfni hundanna.
 
Við munum vinna á hraða einstaklingsins og verða leitir settar upp í þeim tilgangi að hundarnir hafi gaman af.
 
Leiðbeinandi:
Sara Kristín Olrich-White
 

Dagskrá

Þetta námskeið er ekki komið með dagskrá. / No course dates set.