NoseWork 1. Framhaldsnámskeið

25.000 kr.

 

Hundar verða að hafa lokið NoseWork 1 byrjendanámskeiðinu eða lært að þekkja lykt til að taka þátt í þessu námskeiði.

 

NoseWork 1 framhaldsnámskeiðið byggir áfram á því sem kennt er á byrjendanámskeiðinu.

 

Hér förum við ítarlega yfir leitir utandyra og ökutækjaleit.

Farið er yfir allar reglur sem tengjast þessum tveimur leitarflokkum og leitarhæfni hvers og eins skoðaður til að betrumbæta eins og hægt er.

Farið er yfir veður, hitastig og vind, hvernig þeir þættir geta haft áhrif á leit og hvernig við nýtum það okkur til framdráttar á leitarsvæði.

Þetta námskeið fjallar líka um hvernig hver hundur lætur þig vita að lyktin sé fundinn og hvernig á að styrkja hann.

 

Framhaldsnámskeiðið getur hentað þeim sem hafa áhuga á að keppa í íþróttinni eða fyrir hunda sem eiga erfitt með umhverfið eða áreiti úti, þá getur NoseWork kennt þeim að einbeita sér að einhverju öðru en því sem er að gerast í kringum þá.

 

Öll kennsla fer fram fyrir utan Betri Hundar að Grandatröð 5, Hafnarfirði.

Leiðbeinandi: Katrín Edda Þórðardóttir

og

Sara Kristín Olrich-White

Dagskrá

Þetta námskeið er ekki komið með dagskrá. / No course dates set.