NoseWork 1 Byrjendanámskeið

35.000 kr.

 

Um íþróttina:

NoseWork er íþrótt fyrir hunda og leiðbeinanda þeirra sem snýst um að hundurinn þefi upp og finni ákveðna lykt.

Íþróttin er byggð á fíkniefna og sprengjuleit.

NoseWork hentar afar vel fyrir hunda sem eru mjög örir og/eða stressaðir þar sem þefið hægir á hjartslættinum og hefur þar með róandi áhrif, einnig hentar íþróttin vel fyrir hunda sem eru með líkamlega kvilla eða einfaldlega orðnir gamlir og hafa ekki sömu hreyfigetu og áður fyrr.

Þetta er mjög góð leið til að byggja upp betri tengingu við hundinn á mjög skemmtilegan og náttúrulegan hátt sem allir hundar geta gert og kennir fólki að lesa hundinn sinn og hans líkamstjáningu betur.

Hægt er að taka lyktarpróf þegar teymið hefur lært á lyktina og að því loknu geta þau keppt á vegum Íslenska NoseWork Klúbbsins.

 

Á NoseWork 1 byrjendanámskeiði er hundunum kynnt fyrir lyktinni sem notað er og farið er mjög ítarlega í íláta og innanhúsleit, tveir flokkar af fjórum í NoseWork (utanhúss og farartækjaleit er kennt á framhaldsnámskeiði).

 

Notað er “Rons aðferðin” til að kynna hundunum fyrir lyktinni, eftir það er unnið á hraða hvers og eins.

Markmiðið með námskeiðinu er að byggja upp mjög öflugan grunn í leitaríþróttinni sem hægt er að byggja á hvort sem menn vilja fara að keppa eða einungis nota þetta heima við til að gefa hundinum meiri útrás.

Við förum yfir allar þær hindranir sem geta komið upp í íþróttinni, vinnum okkur upp í að gera flóknari leitir í allskonar hæðum.

 

Þessi íþrótt hentar öllum hundum burt séð frá tegund, stærð eða aldur, NoseWork vinnur með náttúrulegum eiginleika hundsins til að nota nefið.

Íþróttin er líka byggð á því að allt fólk getur stundað íþróttina, fólk með skerta hreyfigetu á alltaf að geta tekið þátt á þessum námskeiðum og keppt í íþróttinni.

 

Með námskeiðinu fylgir 10ml flaska af lyktinni sem við notum.

 

Leiðbeinendur eru Katrín Edda Þórðardóttir

og Sara Kristín Olrich-White