Innkallsnámskeið

35.000 kr.

Á þessu námskeiði er unnið með núverandi innköllun hvers og eins, skoðum hvað er þegar til staðar hjá hverjum og einum, breytum svo og bætum það sem hentar best.

Ef það er engin innköllun, byggjum við frá grunni.

 

Það eru endalausar aðferðir til að kenna góða innköllun, markmið okkar er að finna bestu aðferðina fyrir þá einstaklinga, bæði hunda og menn, sem eru á námskeiðinu hverju sinni.

 

Eftir að hafa farið yfir og metið innköllun hvers og eins er hafist handa við að byggja upp hina fullkomnu innköllun í samræmi við þarfir einstaklingsins.

 

Einnig er farið ítarlega yfir neyðarinnköllun, hvað það er og við hvaða aðstæður getur verið nauðsynlegt að hafa slíka.

 

Síðan er farið yfir skemmtilegar aðferðir við að kenna hundum gott neyðarkall.

 

Fyrstu fjórar loturnar fara fram á Betri Hundar að Grandatröð 5, Hafnarfirði.

Síðustu tveir tímar fara fram á Hvaleyrarvatnssvæðinu.

 

Leiðbeinandi: Sara Kristin Olrich-White.

Dagskrá

Þetta námskeið er ekki komið með dagskrá. / No course dates set.