Betri Kríli

12.000 kr.

Betri Kríli eru tímar hannaðir fyrir þau allra yngstu. 

Hvolpa upp að 18 vikna aldri. 

Áhersla er lögð á umhverfisþjálfun, félagsmótun, samskipti, slökun og margt fleira skemmtilegt. 

Þessi aldur hjá hvolpum er mjög mikilvægur til að mynda jákvæða tengingu við margt sem heimurinn hefur uppá að bjóða, ýmislegt sem þau þurfa að læra að láta gera við sig, allt sem á að teljast venjulegt í þeirra lífi og kynnast nýju fjölskyldunni sinni líka.

Salurinn er settur upp sem leikvöllur með allskonar mismunandi áskoranir og þrautir sem hvolpar þurfa að takast á við á skemmtilegan og jákvæðan hátt með fólkinu sínu.

 

Tímarnir eru haldnir inni í þjálfunarsal Betri Hundar, Grandatröð 5 alla laugardaga kl 11 og/eða 12.

Flott aðstaða í sótthreinsuðu og vernduðu umhverfi fyrir lítil kríli.

Hægt er að kaupa 4 skipti eða 6 skipti. 

4 skipti kosta 12.000kr 

6 skipti kosta 16.000kr

Skráningar á kata@betrihundar.is með upplýsingum um hvolpinn.

Þegar menn hafa greitt fyrir sín skipti fá þau póst með Facebook hóp, þar verður spurt hvern þriðjudag hverjir ætla að mæta svo þarf að skrá sig fyrir hvern tíma svo við vitum hvað er von á mörgum.

Það þarf að afbóka sig með sólarhrings fyrirvara annars getur skiptið talist nýtt.

 

Leiðbeinandi er Katrín Edda Þórðardóttir.

Dagskrá

Þetta námskeið er ekki komið með dagskrá. / No course dates set.