Betri Hvolpar - Grunnnámskeið

42.000 kr.

 

Grunnnámskeiðin okkar eru fullkomin fyrir eigendur sem langar að ná góðum grunni í almenna hlýðni (sestu, leggstu, kyrr, innkall og sjálfsstjórn), byggja upp betra samband með hvolpinum sínum og kenna þeim á lífið, hvernig þau taka góðar sjálfstæðar ákvarðanir og til að umhverfisþjálfa hvolpana enn frekar.

Hér munu hvolparnir byrja að læra að það er skemmtilegt og mikils virði að vinna með fólkinu sínu í kringum annað áreiti.

Einnig er einblínt mikið á félagsmótun hvolpana, að þau læri að vera í kringum og eiga samskipti við aðra hunda á viðeigandi hátt í stjórnuðu umhverfi.

 

Þetta námskeið inniheldur 8 verklega tíma, 5 net fyrirlestra og facebook hóp sem heldur utan um allt sem gert er á námskeiðinu svo hægt sé að æfa sig vel heima og í öðrum umhverfum.

Fyrirlestrarnir fjalla um merkjamál/líkamstjáningu hunda, stress, umhverfisþjálfun og umhirðu og þjálfunar aðferðir (klikker, lokkun og mótun svo dæmi séu tekin).

 

Hvert námskeið er einstaklingsmiðað og sett upp út frá þeim hvolpum sem eru skráðir hverju sinni, allir hvolpar eru einstaklingar með mismunandi persónuleika og þarfir, okkar markmið er að öllum hvolpum og eigendum þeirra lýði vel.

Okkur langar að uppfylla þarfir hvers og eins svo að allir geti fengið eins mikið út úr námskeiðinu og hægt er.

Við leggjum mikla áherslu á að hver og einn þátttakandi læri að takast á við lífið og þær áskoranir sem því fylgir með hvolpinum sínum í samvinnu og virðingu.

 

Klikkerinn er mjög öflugt tól sem við vinnum mikið með en það sem meira skiptir er að fólk hafi góða leið til að merkja rétta hegðun, hvort sem það er hrósyrði, hljóð, merki fyrir heyrnalausa hunda eða hvað sem menn kjósa að nota þá vinnum við með það sem hentar hverjum og einum.

 

Allir tímar eru haldnir í þjálfunar sal Betri Hundar að Grandatröð 5, Hafnarfirði. Flestir tímar fara fram inni og er fólk látið vita fyrirfram hvaða tímar fara fram úti við Betri Hundar.

Grunnnámskeiðin okkar veita afslátt af hundaleyfisgjöldum. 

Það fylgir klikker með þessu námskeiði.

 

Leiðbeinandi: Sara Kristin Olrich-White

Katrín Edda Þórðardóttir

Elín Elísabet Bjarnardóttir

Dagskrá

Nánari Upplýsingar

Grunnnámskeið B ágúst 2024

Tímasetning

07.08.24 - 17:30-18:30 - Miðvikudagur 12.08.24 - 17:30-18:30 - Mánudagur 14.08.24 - 17:30-18:30 - Miðvikudagur 26.08.24 - 17:30-18:30 - Mánudagur 28.08.24 - 17:30-18:30 - Miðvikudagur 02.09.24 - 17:30-18:30 - Mánudagur 04.09.24 - 17:30-18:30 - Miðvikudagur 09.09.24 - 17:30-18:30 - Mánudagur

Nánari Upplýsingar

Grunnnámskeið A ágúst 2024

Tímasetning

06.08.24 - 18:00-19:00 - Þriðjudagur 08.08.24 - 18:00-19:00 - fimmtudagur 13.08.24 - 18:00-19:00 - Þriðjudagur 15.08.24 - 18:00-19:00 - fimmtudagur 27.08.24 - 18:00-19:00 - Þriðjudagur 29.08.24 - 18:00-19:00 - fimmtudagur 03.09.24 - 18:00-19:00 - Þriðjudagur 05.09.24 - 18:00-19:00 - fimmtudagur

Testimonial 1
Testimonial 2
Testimonial 3
Testimonial 4
Testimonial 5
Testimonial 6
Testimonial 7