Betri Hundar - Framhaldsnámskeið

35.000 kr.

Þessi námskeið eru hönnuð fyrir þá hunda og eigendur þeirra sem hafa náð góðum tökum á almenna grunn hlýðni.

Það er hvorki lágmarks né hámarksaldur á þessu námskeiði en grunn hlýðni er skilyrði.

 

Þetta námskeið getur nýst vel þeim sem hafa áhuga á almenna hlýðni, langar að byggja upp betra samband við hundinn sinn eða kenna hundinum að einbeita sér vel í kringum áreiti.

 

Hérna förum við í flóknari og kröfuharðari hlýðni æfingar eins og kyrr til lengri tíma og/eða með fleiri truflanir, stoppa á göngu, að fara í bæli/á mottu, kennum hundunum að fara frá okkur, fjarlægðarstjórnun, fullkomin hælganga í kringum áreiti og að almennt hunsa áreiti.

Markmiðið er að kenna hundunum virðið og gamanið við það að vinna með sínu fólki þrátt fyrir að hlutir séu að ské í kringum þá, 

Allar æfingar eru gerðar á jákvæðan og skemmtilegan hátt út frá hverjum og einum einstaklingi.

 

Allir tímar fara fram inni eða í kringum þjálfunar sal Betri Hundar að Grandatröð 5, Hafnarfirði.

 

Leiðbeinandi: Sara Kristín Olrich-White

Dagskrá

No course dates set.