Hoppandi Hundar - hundafimibraut fyrir reactíva hunda

30.000 kr.

 

Hoppandi Hundar – hundafimibraut fyrir reactíva hunda

 

Hoppandi hundar er námskeið sem er hugsað fyrir reactíva hunda sem eiga erfitt með að vera á námskeiðum með öðrum hundum eða fyrir fólk sem langar að fá einkatíma með sínum hundi í að gera eitthvað skemmtilegt og efla sambandið.

 

Þjálfunarsalnum okkar er breytt í stóran leikvöll með allskonar mismunandi hundafimi brautum til að hundur og eigandi geta spreytt sig á þessu saman með aðstoð og leiðsögn frá þjálfara.

Fyrir hvern tíma eru settar upp mismunandi stöðvar með misjafnlega erfiðum æfingum og smám saman er unnið að því að tengja saman allar þessar æfingar.

 

Þessir tímar eru frábærir til að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi hundsins, byggja upp skemmtilega og góða samvinnu milli hunds og eiganda eða jafnvel fyrir þá sem hafa áhuga á hundafimi og langar að prófa sig áfram á því sviði.

 

Í þessum tíma leggjum við mestu áherslu á vellíðan hvers hunds, hér eiga allir hundar að geta mætt, liðið vel og unnið í öruggu umhverfi.

Að því sögðu þá er bara einn hundur inn í salnum í einu.

Hámarks skráningar á námskeiðið eru 3 hundar og er tímanum skipt upp á milli þeirra og hver hundur fær 30 mínútur í salnum hverju sinni.

Það fá allir sent sinn nákvæma tímasetningu í salnum eftir að skráningu lýkur.

 

Allir tímarnir fara fram inni í þjálfunarsalnum okkar, Betri Hundar - Grandatröð 5, Hafnarfirði.

Leiðbeinandi: Katrín Edda Þórðardóttir

Elín Elísabet Bjarnadóttir:

Dagskrá

Nánari Upplýsingar

Hoppandi Hundar Maí 2024 - Þrautir fyrir hunda sem eru viðkvæmir fyrir áreiti

Tímasetning

05.05.24 - 19:00 - 20:30 Sunnudagur 12.05.24 - 19:00 - 20:30 Sunnudagur 26.05.24 - 19:00 - 20:30 Sunnudagur 02.06.24 - 19:00 - 20:30 Sunnudagar