betrihundar
Oct 26, 2023

Það sem ekki alltaf sést: Hvernig streita/stress getur haft áhrif bæði á líkamlega og andlega líðan hunds. The Silent Strain: Unveiling the Impact of Stress on Dogs

***English below***

Þegar við hugsum um stress, tengjum við það oft við álag og erfiðleika í mannlegum heimi. Hins vegar eru fjórfæti vinir okkar, hundarnir, ekki ónæmir fyrir því hversu slæm áhrif stress getur haft á þá líka. Þó að þeir glími ekki við sömu flækjur og við fólkið, getur stress haft mikil áhrif á líkamlega og andlega vellíðan þeirra. Að skilja betur áhrif streitu á hunda er mikilvægt til að viðhalda heilsu þeirra og tryggja almenna hamingju.

 

Líkamleg áhrif streitu:

Nýleg rannsókn hefur lýst beinum tengslum mikilla streitu og ýmissa líkamlega kvilla hjá hundum. Langvarandi stress hefur verið tengt aukinni hættu á hjartasjúkdómum, meltinga truflunum og bældu ónæmiskerfi. Rannsókn sem framkvæmd var af Dreschel og Granger (2005) fann að langvarandi stress getur hækkað kortisól stigið hjá hundum, sem veikir ónæmiskerfið og gerir þá viðkvæmari fyrir sýkingum og sjúkdómum.

 

Andlegar afleiðingar:

Fyrir utan líkamlegar afleiðingar getur stress haft alvarleg andleg áhrif á fjórfættu vini okkar. Hundar sem upplifa langvarandi stress sýna oft breytingar í hegðun eins og aukið gelt, aukna þörf til að skemma hluti eða minni áhuga á félagslegum athæfum eins og vera í kringum aðra hunda eða fólk. Rannsókn eftir Beerda et al(1997) lýsti því hvernig stress getur leitt til langvarandi hegðunarvandamálum hjá hundum, þar á meðal pirringur/grimmd og kvíða sem getur breytt skapgerð hunds til muna og haft mikil áhrif á almenna hegðun.

Að auðkenna stress í hundum:

Það getur reynst krefjandi að greina stress í hundum þar sem þeir eru hannaðir í að fela veikleika sína. Hins vegar geta ákveðnar hegðunar- og líkamlegar breytingar hjálpað okkur að greina stress í hundum. Hafðu augun opin fyrir aukna öndun (másar mikið), aukna slef framleiðslu, minni matarlyst og óró. Auk þess geta skyndilegar breytingar á venjulegum hegðunarmynstri eða minni áhugi á athöfnum sem þeir áður höfðu gaman af gefið til kynna undirliggjandi stress.

 

Að takast á við og minnka stress:

Að búa til umhverfi með takmarkað áreiti og stress fyrir hunda er lykilatriði fyrir vellíðan þeirra. Að stunda reglulegan hreyfingu, örvandi samveru og/eða leik og að viðhalda góðri rútínu getur hjálpað til við að minnka stress. Auk þess er margt hægt að gera til að auka róandi umhverfi, svo sem að búa til öruggt rými og spila róandi tónlist (heartbeat music eða white noise) eða "aromatherapy" geta stuðlað að rólegra umhverfi fyrir fjórfæta vininn. Þef getur einnig haft jákvæð áhrif á líðan hunds, að stunda NoseWork eða fara í þef göngutúra getur hjálpað helling. Svo má ekki gleyma að taka hvíldardaga þar sem hundurinn þarf sem minnst að upplifa stress. Að leita sér aðstoðar hjá dýralæknum eða atferlisfræðingum er einnig lykilatriði í að takast á við alvarleg tilvik af streitu/stressi hjá hundum.

 

Samantekt:

Þó að stress sé hluti af lífinu, að viðurkenna áhrif þess á hundana okkar er lykilatriði til að veita þeim heilbrigt og nærandi umhverfi. Með því að skilja líkamlegar og andlegar afleiðingar streitu á hunda getum við tekið viðeigandi ákvarðanir til að tryggja líkamlega og andlega vellíðan þeirra. Að búa til rólegt og stress laust umhverfi fyrir hundana okkar heima við er vitnisburður um skuldbindingu okkar við hamingju og langlífi þeirra.

Heimildir:

Dreschel, N. A., & Granger, D. A. (2005). Methods of collection for salivary cortisol measurement in dogs. Hormones and Behavior, 48(4), 433-443.

Beerda, B., Schilder, M. B., Janssen, N. S., & Mol, J. A. (1997). The use of saliva cortisol, urinary cortisol, and catecholamine measurements for a noninvasive assessment of stress responses in dogs. Hormones and Behavior, 31(3), 221-230.

 

***English***

When we think of stress, we often associate it with the complexities of human life. However, our four-legged companions, the dogs, are not immune to the insidious effects of stress either. While they may not be entangled in the same mental dilemmas as humans, stress can significantly impact their physical and psychological well-being. Understanding the manifestations of stress in dogs is crucial for maintaining their health and ensuring their overall happiness and contentment.

 

Physiological Impact of Stress:

Recent studies have illuminated the direct correlation between stress and various physiological ailments in dogs. Chronic stress has been linked to an increased risk of cardiovascular issues, digestive disturbances and a weakened immune system. Research conducted by Dreschel and Granger (2005) found that prolonged stress can elevate cortisol levels in dogs, leading to a compromised immune response and making them more susceptible to infections and diseases.

 

Psychological Consequences:

Beyond the physical implications, stress can inflict profound psychological repercussions on our canine companions. Dogs experiencing chronic stress often exhibit behavioral changes such as excessive barking, destructive chewing or withdrawal from social interaction. A study by Beerda et al. (1997) highlighted how stress can lead to long-term behavioral issues in dogs, including heightened aggression and anxiety, altering their overall temperament and social dynamics within the household.

Recognizing Stress in Dogs:

Identifying stress in dogs can be challenging as they are adept at concealing their discomfort. However, certain behavioral and physiological cues can serve as red flags. Look out for increased panting, excessive salivation, decreased appetite and restlessness. Moreover, sudden changes in their usual behavior patterns or reluctance to engage in activities they once enjoyed may indicate underlying stress.

 

Managing and Mitigating Stress:

Creating a stress-free environment for dogs is essential for their well-being. Incorporating regular exercise, engaging playtime and maintaining a consistent routine can help alleviate stress. Additionally, the use of calming techniques, such as providing safe spaces and incorporating soothing music or aromatherapy, can contribute to a more relaxed atmosphere for your furry friend. Sniffing can also have a positive impact on our dogs, doing some NoseWork or going for a sniff walk can help reduce stress a lot. You must also not forget to take "off days" for your dog where he does not need to deal with stress. Seeking professional guidance from veterinarians or animal behaviorists is also crucial in addressing severe cases of stress in dogs.

 

Conclusion:

While stress is a part of life, acknowledging its impact on our canine companions is crucial for fostering a healthy and nurturing environment. By understanding the physiological and psychological implications of stress on dogs, we can take proactive measures to ensure their physical and emotional well-being. Creating a harmonious and stress-free environment for our beloved pets is a testament to our commitment to their happiness and longevity.

References:

Dreschel, N. A., & Granger, D. A. (2005). Methods of collection for salivary cortisol measurement in dogs. Hormones and Behavior, 48(4), 433-443.

Beerda, B., Schilder, M. B., Janssen, N. S., & Mol, J. A. (1997). The use of saliva cortisol, urinary cortisol, and catecholamine measurements for a noninvasive assessment of stress responses in dogs. Hormones and Behavior, 31(3), 221-230.