Search

Afhverju þefa hundar og hvað geta þeir grætt á því.

Hundar þefa út af ofboðslega mörgum ástæðum.

Þef hefur róandi áhrif á hunda, það hægir á hjartslættinum hjá þeim (www.dogfieldstudy.com/node/1), því meira ákvaft sem þefið er því meira hægir það á hjartslættinum.

Stressaðir, örir eða hundar sem glíma við kvíða geta grætt mikið á að fá að þefa, þef getur líka verið mjög góð örvun heima fyrir með gamlan gigtveikan hund eða þegar veðrið er ekki mönnum (jafnvel hundum) bjóðandi.
Hundar geta notað almennt þef í mjög margt. Fyrst og fremst kynnast þeir umhverfinu sínu og heiminn mikið í gegnum þef. Hundar eru með að 300 milljón lyktar viðtakara í nefinu meðan menn eru með um 5-6 milljón og hluti heilans hjá hundum sem ber ábyrgð á því að vinna úr lyktum er 40 sinnum öflugra en hjá okkur fólkinu ( https://www.pbs.org/wgbh/nova/article/dogs-sense-of-smell/).

Þar með gagnast lyktarskynið þeim miklu meira en okkur fólkinu.

Hundar nota oft þef mikið í merkjamálum og líkamstjáningu. Þegar hundur í góðu jafnvægi mætir manni á göngu sem hann er óviss með eru miklar líkur á því að hundurinn þykist þefa á meðan hann mætir og fylgist með manninum í þeim tilgangi að dreifa huganum hjá sjálfri sér, ef hann virðist ekki vera að spá í manninum spáir maðurinn ekki í honum og til að hjálpa til við að halda góðri ró með að hægja á hjartslætti. Þetta sér maður hunda gera í allskonar samskiptum, við aðra hunda, fólk og jafnvel umhverfið sitt.

Hundur sem er að þefa er minni ógn fyrir annan hund, miðað við hund sem starir bara.

Hundar nota svo þefið til að rekja allskonar lyktir, leita uppi önnur dýr.

Stressaðir hundar eiga til að þefa eins og rakettur út um allt í göngutúrum, þar er um mikið óöryggi að ræða og hundurinn er að reyna að takast á við erfiðar aðstæður með þefinu en oft er hann er að gera þessar aðstæður erfiðari.

Það þarf alltaf að horfa á það að þef er ekki bara þef. Þetta fer eftir því hvernig einstakling er verið að vinna með. Sumir hundar þefa mjög rólega meðan aðrir hundar geta orðið æstir og farið í keppnis ham þegar þeir eru látnir leita að einhverju ætilegu.

Þegar hundur er að þefa eftir mat getur skipt máli hversu mikils virði maturinn er, sumir hundar geta orðið alltof æstir að leita að lifrapylsu og þá er gott að nota eitthvað sem er ekki jafn spennandi, jafnvel fara alveg niður í að nota þurrmatinn. Aðrir hundar myndu ekki leita að þurrmatnum sínum til að bjarga lífinu sínu og þá þarf að nota eitthvað sem er meira virði fyrir þann hund.

Það getur líka skipt miklu máli hvernig við látum hundinn leita, hversu mikið hundurinn vandar sig.

Oft þegar hundi er gefið of stórt leitar svæði eins og til dæmis ef matur er falinn um allt hús, getur hundurinn dottið í að rjúka fram og til baka, flýta sér mikið og þar með eiga erfiðara með þefa upp lykt eða ná að rekja lyktina alla leið. Þá getur verið gott að minnka leitarsvæðið.

Í því tilfelli geta þefmottur gert ótrúlega góða hluti, þá er hundurinn með ákveðið markmið og ákveðin leitar stað.

Þegar verið er að velja þefmottu mæli ég með að finna þétta mottu, mjög laus motta getur orðið of auðvelt á stuttum tíma. Maður vill geta notað svona mottur aftur og aftur.

Hundurinn mun læra á leikinn og vera fljótari að klára þegar hann er að gera þetta í tíunda skiptið en það er ekkert endilega tilgangurinn að þetta sé alltaf að taka mjög langan tíma.

Tilgangurinn er að kveikja á þefi sem er að vinna á heilan og hægja á þessum hjartslætti, bæði til að örva hundinn andlega og búa til góða ró.

Því meira sem maður vandar sig líka við að raða ofan í mottuna því lengri tíma mun þetta taka.462 views0 comments