Menn og/eða hundar gætu þurft einkatíma af ýmsum ástæðum.
Betri Hundar einblínir mikið á það að allir hundar eru einstaklingar og geta verið talsvert mismunandi, enda margir.
Í sumum tilfellum eru einkatímar nauðsynlegir til að vinna með eina ákveðna hegðun eða mjög stórt hegðunarvandamál á meðan aðrir kjósa einkatíma til að læra NoseWork, bæta hlýðni eða einfaldlega gera eitthvað skemmtilegt með hundinum sínum.
Einkatímar henta mjög vel fyrir fólk sem vinnur til dæmis á vöktum sem getur ekki sótt heilt námskeið vegna vinnutíma.
Einkatímarni okkar eru mest nýttir í atferlisvinnu.
Svona vinnu getur verið þörf af svo mörgum mismunandi ástæðum, sumir hundar eru mjög ánægðir þegar gestir koma á meðan aðrir glíma við ótta, kvíða eða eru að vinna í gegnum áföll.
Breytingar á tilfinningum, lífsskoðunum og lærðri hegðun getur verið mjög tilfinningalegt ferðalag sem hefur góða daga og slæma daga eftir því hvað er unnið að.
Betri Hundar notar eingöngu nútímalegar, skilvirkar aðferðir og við leggjum mikla áherslu á að fylgjast með öllum nýjustu rannsóknum varðandi hegðun hunda.
Hegðun hunda hefur aldrei verið eins vel og ítarlega rannsökuð og gert er í dag og við erum alltaf að læra eitthvað nýtt um besta vin mannsins.
Betri Hundar býður upp á nokkra mismunandi pakka eftir því hversu mikla aðstoð fólk telur sig þurfa. Við komum venjulega á heimili fólks þar sem hegðunarvandamál eru gjarnan allsráðandi á þeim stöðum þar sem hundinum líður vel, en það er alltaf hægt að koma í einkatíma líka upp í æfingasal Betri Hunda - Við hjálpum þér að finna bestu leiðina að vinna með hundinum þínum!
Sara Kristín Olrich-White er okkar aðal atferlisráðgjafi og sérhæfir sig í að vinna með hegðunarvandamál.
Til að bóka einkatíma hjá henni sendið póst á sara@betrihundar.is
Katrín Edda Þórðardóttir, nemi og starfsmaður hjá Betri Hundar stundar einnig einkatíma, kennslustundirnar hennar eru aðeins ódýrari þar til hún útskrifast úr Karen Pryor Akademíunni sem hundaþjálfari svo hún geti safnað góðri reynslu í að vinna með hundum og fólki.
Til að bóka einkatíma hjá henni sendið póst á kata@betrihundar.is